![](https://cinemasecrets.is/wp-content/uploads/2021/03/vday-bc-1024x1024.jpg)
![](https://cinemasecrets.is/wp-content/uploads/2021/05/frontpage-hringur2.png)
Einn vinsælasti burstahreinsirinn á markaðnum í dag
Það tekur án djóks aðeins 20-30 sek að þrífa hvern bursta með Cinema Secrets.
Hér eru helstu ástæðurnar fyrir því að þú ættir að þrífa burstana þína reglulega:
![](https://cinemasecrets.is/wp-content/uploads/2021/09/burstar.png)
Burstarnir endast lengur
Það er miklu betri ending á burstunum þínum ef þú hugsar vel um þá og þrífur reglulega
![](https://cinemasecrets.is/wp-content/uploads/2021/09/Hudin.png)
Fer betur með húðina
Óhreinir burstar safna bakteríum og ryki sem enginn ætti að setja viljandi í andlitið á sér.
![](https://cinemasecrets.is/wp-content/uploads/2021/09/fordun.png)
Fallegri förðun
Það er svakalegur munur á hreinum burstum og óhreinum. Við mælum með að þú prófir og sjáir muninn.
Umfjallanir
Við mælum með að þeir sem eru að panta í fyrsta skipti kaupi Pro Starter Kit
Algengar spurningar
Cinema Secrets er þekkt vörumerki í heimi förðunarfræðinga en vinsælasta varan okkar er burstahreinsirinn blái „Makeup Brush Cleaner“. Hreinsirinn er mjög fljótur að þorna og hreinsar burstana þína mjög vel án þess að þurfa að skola. Allt sem myndi kallast vatnshelt eða langvarandi bráðnar af burstanum og skilur svo eftir sig léttan og góðan vanillu ilm.
Burstahreinsirinn er 99.99% bakteríudrepandi og er hann fáanlegur í 4 stærðum ásamt burstasápunni okkar sem er 100% vegan.
Skref 1: Helltu burstahreinsinum í álboxið. Ekki fylla boxið en settu nóg svo að það nái upp í 1/4 af burstanum
Skref 2: Dýfðu burstanum í boxið eldsnöggt, en burstahreinsirinn mun strax vinna í því að taka óhreinindi af. Ef um stóran bursta er að ræða þá þarf aðeins að dýfa u.þ.b. 10% af burstanum í hreinsinn og halda honum þannig að vökvinn nái að dreifa sér niður burstann.
Skref 3: Þurrkaðu burstan hreinan í pappír eða klút. endurtakið skrefin ef þess þarf. endurmótið burstann og þá er hann tilbúinn til notkunar
Já, Vörurnar okkar eru fáanlegar í Lyf og heilsu Kringlunni og á Heimkaup.